Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Vor í lofti: Hönnun á Suðurnesjum kynnt í Eldey
Fimmtudagur 10. maí 2012 kl. 08:40

Vor í lofti: Hönnun á Suðurnesjum kynnt í Eldey

Eldey þróunarsetur, Menningarráð Suðurnesja og SKASS Samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna bjóða til sumarskemmtunar í Eldey 31. maí nk. þar sem kynnt verður fjölbreytt hönnun á Suðurnesjum og styrkir veittir til menningarverkefna.

Auglýst er eftir þátttakendum og geta áhugasamir hönnuðir sent inn umsókn á netfangið [email protected] fyrir 20. maí - valnefnd mun velja inn á sýninguna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Boðið verður upp á glæsilega tískusýningu og sýningarrými auk þess sem vinnusmiðjur hönnuða verða opnar. Góðir gestir - léttar veitingar og lifandi tónlist - takið daginn frá!