Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Von í Sandgerði kaupir kvóta
Miðvikudagur 26. júlí 2006 kl. 09:51

Von í Sandgerði kaupir kvóta

Útgerðarfyrirtækið Von í Sandgerði og fiskútflutningsfyrirtækið Danica hefur keypt kvóta fjögurra báta frá Grímsey. Um er að ræða 1.160 þorskígildistonn, mest þorsk og ýsu. Miðað við markaðsviðri má geta nærri að söluvirðið sé nálægt tveimur milljörðum króna.

Salan er gerð með fyrirvara um bankafjármögnun og verulegur hluti kaupverðsins verður greiddur með yfirtöku lána. Beðið er staðfestingar frá banka sem ætti að liggja fyrir í lok vikunnar. Útgerðarfyrirtækið Von gerir út nokkra báta frá Sandgerði og Siglufirði.

 

Mynd::  Frá Sandgerðishöfn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024