Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Vöktun gagnavera skapar störf á Ásbrú
    Kristinn Óskarsson.
  • Vöktun gagnavera skapar störf á Ásbrú
    Eitt af gagnaverunum á Ásbrú, gagnaver Advania sem kallast Mjölnir.
Mánudagur 18. maí 2015 kl. 06:00

Vöktun gagnavera skapar störf á Ásbrú

Gagnaver sem hafa risið á Ásbrú kalla eftir ýmis konar þjónustu af svæðinu. Dæmi um fyrirtæki sem þurft hefur að fjölga við sig starfsmönnum vegna þessa er Securitas á Reykjanesi.

Securitas veitir gagnaveri Verne á Ásbrú í megindráttum tvennskonar þjónustu. Annars vegar eru það öryggisverðir sem ganga vaktir allan sólarhringinn. Starf öryggisvarðarins er sambland af öryggisvörslu og þjónustuhlutverki.

Gagnaverið skapar í dag störf fimm öryggisvarða sem Kristinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Securitas á Reykjanesi, segir mjög góð og verðmæt störf. Gerðar eru miklar kröfur til öryggisvarða hjá Verne og Kristinn segir það áskorun að standa undir þeim kröfum.

Securitas á Reykjanesi veitir einnig tækniþjónustu ýmis konar vegna öryggiskerfa gagnaversins. Þessi þjónusta er ekki samfelld en tengist stöðugum vexti gagnaversins. Áætla má að þetta séu um tvö stöðugildi tæknimanna á ársgrundvelli.

Kristinn segir skemmtilega ögrandi að takast á við verkefni fyrir gagnaverin á Ásbrú, en Securitas vinnur fyrir öll gagnaverin á Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024