Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Vodafone bætir GSM samband í Innri Njarðvík
Mánudagur 8. september 2008 kl. 17:28

Vodafone bætir GSM samband í Innri Njarðvík




Vodafone hefur bætt GSM samband í Innri Njarðvík með uppsetningu á nýjum sendi við Tjarnabraut. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma, þá hafa fjölmargir íbúar Innri-Njarðvíkur þurft að sætta sig við lélegt GSM samband og hefur þá einu gilt hvaða símafyrirtæki þeir hafa skipt við.


Nú loks hefur breyting orðið á, með tilkomu nýs sendis sem tæknimenn Vodafone hafa sett upp og tekinn var í notkun fyrir helgi. Meginástæða þess að sambandið í Innri-Njarðvík hefur ekki verið fullnægjandi þar til nú er einföld en erfitt reyndist að finna góða staðsetningu fyrir sendi sem tryggði gott samband á öllu svæðinu. Þau vandræði eiga nú að vera úr sögunni hjá notendum Vodafone.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024