Vísir er að kaupa 30% hlut í kanadísku sjávarútvegsfyrirtæki

OCI er mjög öflugt í vinnslu á humri og er með starfsemi á Nýfundnalandi, Nova Scotia og Prince Edwards-eyju. Auk þess kemur OCI að veiðum og vinnslu á rækju og fleiri tegundum.
FPI er með mikla starfsemi á Nýfundnalandi og kaupir OCI hana alla að undantekinni einni fiskréttaverksmiðju. Starfsemi FPI á Nýfundnalandi byggist mest á veiðum og vinnslu á rækju, veiðum og vinnslu á hörpudiski, vinnslu á snjókrabba, svo og vinnslu á flatfiski en fyrirtækið gerir einnig út tvo togara á flatfiskveiðar.

Frá þessu er greint á vef útgerðarfélagsins Vísis nýverið.