Vísir bætir við línuskipi í flotann
Vísir hf. í Grindavík hefur keypt nótaskipið Steinunni frá Vestmannaeyjum en það var í eigu eins af bönkunum. Skipinu var siglt frá Eyjum í skipasmíðastöðina í Njarðvík í síðustu viku þar sem það verður gert klárt til línuveiða.
Ekki fylgja veiðiheimildir með Steinunni. En til að byrja með verður skipið svokallað skiptiskip til þess að koma í veg fyrir hráefnisstopp þegar eitthvert af Vísisskipunum fimm þarf að fara í slipp vegna viðhalds. Mun Steinunn því leysa hin skipin af. Jafnframt er vonast til þess að skipið fái fleiri verkefni þegar fram líða stundir.
Grindavík.is