Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Viðskipti

Vinna saman að styrkingu ímyndar Reykjaness
Fulltrúar fyrirtækja á fundi Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi eftir undirritun samningsins.
Mánudagur 30. nóvember 2015 kl. 06:00

Vinna saman að styrkingu ímyndar Reykjaness

SAR, samtök atvinnurekenda á Reykjanesi hafa gengið til samstarfs svið Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Markaðsstofu Reykjaness um að vinna að styrkingu ímyndar Reykjaness sem búsetu- atvinnu- og áfangastaðar.
Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við HN markaðssamskipti og munu forsvarsmenn fyrirtæksins kynna niðurstöðu könnunar um viðhorf til svæðisins.

„Þetta er sennilega í fyrsta skiptið sem atvinnulífið með stærstu fyrirtækin á Reykjanesi í fararbroddi, öll sveitarfélögin og markaðsstofan ætla sér í samhent átak til að bæta ímyndarsköpun hér á svæðinu og marka einnig þáttaskil í samvinnu milli aðila sem gagnast okkur öllum,“ segir Guðmudur Pétursson, formaður SAR, Samstaka atvinnurekenda á Reykjanesi en samtökin voru stofnuð fyrir fimm árum síðan.

Næsta fimmtudag kl. 12 verður opinn fundur í Hljómahöll þar sem spurt verður: Hver er staðan? Hvar liggja tækifæin á Suðurnesjum og hverjar eru hindranir. Meðal frumælenda eru Skúli Mogensen, eigandi Wow flugfélagsins. HN markaðssamskipti munu kynna niðurstöður könnunar um ímynd Suðurnesja og Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Codlands mun ræða um nýsköpun í sjávarútvegi. Kristján Ásmundsson skólameistari FS mun fjalla um starfsnám/iðnnám á Suðurnesjum og loks mun Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa Lónssins segja frá upplifun gesta og mikilvægi mannauðs.
Fundarstjóri verður Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024