Vilja að netþjónabú stækki um 20% árlega
Unnið er að undirbúningi 8 MW netþjónabús á Suðurnesjum í samstarfi við bandaríska fjárfesta sem ætla ekki að láta staðar numið. Stóriðja nýja hagkerfisins á undir högg að sækja í Bandaríkjunum vegna orkuskorts og öryggisleysis. "Staðan er sú að verið er að setja saman undirbúningshóp með þeim aðilum sem hafa hagsmuni að gæta. Á næstu dögum hefst vinna af fullum krafti við að koma upp netþjónabúi hér í nánustu framtíð," segir Helga Sigrún Harðardóttir hjá Markaðs- og atvinnuskrifstofu Reykjanesbæjar en á meðal samstarfaðila bæjarins eru Landssíminn, Fjárfestingarskrifstofa Íslands og Hitaveita Suðurnesja.
"Það er auðvitað hugsanlegt að í kjölfarið opnist nýjar víddir í atvinnu- og útflutningsmálum. Það er erfitt að sjá fyrir öll þau áhrif sem netþjónabú af þeirri stærðargráðu sem við leggjum upp með getur haft, sérstaklega vegna þess að þessi markaður er síbreytilegur og ekkert lát á nýrri tækni," segir Helga. Áætlanir geri ráð fyrir að í upphafi verði byggt 8.000 fm bú sem noti 8 megawött en ólíklegt sé að þar verði látið staðar numið reynist starfsemin vel. "Bandarísku fjárfestarnir sem koma munu að fjármögnun gera ráð fyrir möguleika á 20% stækkun á ári. Það má segja að möguleikarnir séu óendanlegir." Ómögulegt er að átta sig fyrirfram á öllum grenndaráhrifum, eða "spin-off," fyrir atvinnulífið.
Auk sölu á umframorku gæti framkvæmdin til að mynda reynst lyftistöng fyrir byggingariðnaðinn og tengdar atvinnugreinar þrátt fyrir að eiginlegir starfsmenn netþjónabúsins verði innan við 20 fyrst um sinn. Varðandi samkeppnisstöðu Íslands nefnir Helga Sigrún sérstaklega orkukreppuna í Bandaríkjunum og einnig óvissu í öryggismálum eftir atburðina 11. september. Það séu meðal annars þessi atriði sem fái þarlenda fjárfesta til að líta í auknum mæli til annarra landa. Hún segir að dæmi séu um að netþjónabú séu rekin á 15-20% afköstum þar í landi vegna orkuskorts en þó með viðunandi afkomu.
"Ráðgjafarfyrirtæki gera ráð fyrir yfir 40% árlegum vexti í geiranum til ársins 2005, það er ekki síst ástæða þess að bandarískir fjárfestar horfa út fyrir landsteinana," segir Helga og bendir á að markaðurinn hafi verið metinn á 4,5 milljarða dollara árið 2000 en í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Reykjanesbæ af viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins sé gert ráð fyrir að sú tala verði 30 milljarðar árið 2005.
Fleiri fréttir á Visir.is.
"Það er auðvitað hugsanlegt að í kjölfarið opnist nýjar víddir í atvinnu- og útflutningsmálum. Það er erfitt að sjá fyrir öll þau áhrif sem netþjónabú af þeirri stærðargráðu sem við leggjum upp með getur haft, sérstaklega vegna þess að þessi markaður er síbreytilegur og ekkert lát á nýrri tækni," segir Helga. Áætlanir geri ráð fyrir að í upphafi verði byggt 8.000 fm bú sem noti 8 megawött en ólíklegt sé að þar verði látið staðar numið reynist starfsemin vel. "Bandarísku fjárfestarnir sem koma munu að fjármögnun gera ráð fyrir möguleika á 20% stækkun á ári. Það má segja að möguleikarnir séu óendanlegir." Ómögulegt er að átta sig fyrirfram á öllum grenndaráhrifum, eða "spin-off," fyrir atvinnulífið.
Auk sölu á umframorku gæti framkvæmdin til að mynda reynst lyftistöng fyrir byggingariðnaðinn og tengdar atvinnugreinar þrátt fyrir að eiginlegir starfsmenn netþjónabúsins verði innan við 20 fyrst um sinn. Varðandi samkeppnisstöðu Íslands nefnir Helga Sigrún sérstaklega orkukreppuna í Bandaríkjunum og einnig óvissu í öryggismálum eftir atburðina 11. september. Það séu meðal annars þessi atriði sem fái þarlenda fjárfesta til að líta í auknum mæli til annarra landa. Hún segir að dæmi séu um að netþjónabú séu rekin á 15-20% afköstum þar í landi vegna orkuskorts en þó með viðunandi afkomu.
"Ráðgjafarfyrirtæki gera ráð fyrir yfir 40% árlegum vexti í geiranum til ársins 2005, það er ekki síst ástæða þess að bandarískir fjárfestar horfa út fyrir landsteinana," segir Helga og bendir á að markaðurinn hafi verið metinn á 4,5 milljarða dollara árið 2000 en í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Reykjanesbæ af viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins sé gert ráð fyrir að sú tala verði 30 milljarðar árið 2005.
Fleiri fréttir á Visir.is.