Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 4. ágúst 2003 kl. 15:55

Víkurfréttir stækka mest fréttamiðla á Netinu

Víkurfréttir á Netinu taka þátt í samræmdri vefmælingu þar sem áhorf á 77 íslenska netmiðla er birt vikulega á vef Samræmdrar vefmælingar, teljari.is og einnig í Morgunblaðinu. Í dag voru áhorfstölur fyrir síðustu viku birtar og þar kemur fram að Víkurfréttir taka mikið stökk frá síðustu vikum. Netfréttamiðilinn Víkurfréttir.is stækkar mest stóru netmiðlana, eða um 45,1% sem vekur nokkra athygli þar sem visir.is og mbl.is gefa nokkuð eftir - þó minna en búast hefði mátt við. Víkurfréttir á Netinu voru í 17. sæti yfir mest sóttu íslensku netmiðlana í síðustu viku.Ástæðuna fyrir aukningunni í nýliðinni viku má rekja til þess að þó nokkrar athyglisverðar fréttir fengu krækjur, bæði hjá hinum stóru netfréttamiðlunum og einnig á vinsælli afþreyingarsíðu. Þannig fór frétt um nýjan 30 milljón kr. Benz í Keflavík eins og eldur í sinu um internetið og sama má segja um hval sem sprendur var í loft upp og lögregluhund sem gerðist svo dónalegur að skíta á gólf Leifsstöðvar, þannig að úr varð mikið svað! Fleiri fréttir fengu einnig krækjur.

Þessi vika fer heldur ekki illa af stað í heimsóknum frá öðrum vefmiðlum. Þannig höfum við nú um miðjan dag fengið á fjórða hundrað lesendur Morgunblaðsins á Netinu í heimsókn til að skoða frétt um knattspyrnustjörnur Manchester United sem höfðu viðkomu í Keflavík í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024