Víkurfréttir ehf. í aldarfjórðung
Víkurfréttir ehf. sem er í eigu Páls Ketilssonar, Ásdísar Pálmadóttur og fjölskyldu fagnar tuttugu og fimm ára afmæli í dag, 7. janúar.
Hlutafélagið var stofnað formlega á þessu degi 1983 af Páli og þáverandi meðeiganda, Emil Páli Jónssyni en Páll keypti hann út úr fyrirtækinu 1993 og hefur rekið það með fjölskyldu sinni síðan.
Upphaflega voru starfsmenn tveir, fjölgaði fljótt í þrjá og reksturinn eingöngu bundinn við útgáfu samnefnds vikublaðs sem Prentsmiðjan Grágás stofnaði í ágúst 1980. Í dag starfa um 20 starfsmenn hjá Víkurfréttum ehf. en útgáfum VF hefur fjölgað og starfsemin hefur að sama skapi aukist mikið á þessum aldarfjórðungi. Í dag er rekin tvö vikublöð, eitt tímarit, tveir fréttavefir sem og frétta- og ljósmyndaþjónusta fyrir aðra fjölmiðla, auglýsingastofa og nýjasta afurðin er prentþjónusta undir nafninu prentun.com. Það er því óhætt að segja að það hafi mikið vatn runnið til sjávar frá stofnun fyrirtækisins.
„Það er enn mjög skemmtilegt í vinnunni. Fjölmiðla og útgáfumarkaðurinn er svo fjölbreyttur en velgengni okkar byggist á því að við höfum verið mjög heppinn með starfsfólk sem er opið fyrir nýjungum og fylgist vel með. Við erum með ungt og reynslumikið fólk í bland og það gengur mjög vel. Eftir rúm tvö ár verða þrjátíu ár liðin frá því blaðið okkar á Suðurnesjum, Víkurfréttir, komu fyrst út. Við stefnum að því að minnast þess með veglegum hætti og vonandi kemur þá út fyrsta bókin okkar sem gæti verið unnin úr viðtölum og áhugaverðum frásögnum úr blaðinu. Slíka útgáfu þarf að undirbúa vel og við erum að byrja á þeirri vinnu. Nýjasta þjónustan okkar, prentun.com hefur einnig fengið góðar viðtökur. Við lítum því björtum augum á framtíðina,“ sagði Páll Ketilsson.
Tveir starfsmenn hafa fylgt Páli nánast frá upphafi; Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri en hann fagnaði tuttugu ára starfsamæli nýlega og Aldís Jónsdóttir, sem hefur sinnt bókhalds- og skrifstofustörfum ásamt fleiru, er að ná þeim áfanga á næsta ári.
Mynd: Páll Ketilsson, ritstjóri og eigandi VF með Hilmari Braga Bárðarsyni, fréttastjóra og Aldísi Jónsdóttur, skrifstofudömu með afmælisköku í tilefni tuttugu og fimm ára afmælisins. VF-mynd: elg
Hlutafélagið var stofnað formlega á þessu degi 1983 af Páli og þáverandi meðeiganda, Emil Páli Jónssyni en Páll keypti hann út úr fyrirtækinu 1993 og hefur rekið það með fjölskyldu sinni síðan.
Upphaflega voru starfsmenn tveir, fjölgaði fljótt í þrjá og reksturinn eingöngu bundinn við útgáfu samnefnds vikublaðs sem Prentsmiðjan Grágás stofnaði í ágúst 1980. Í dag starfa um 20 starfsmenn hjá Víkurfréttum ehf. en útgáfum VF hefur fjölgað og starfsemin hefur að sama skapi aukist mikið á þessum aldarfjórðungi. Í dag er rekin tvö vikublöð, eitt tímarit, tveir fréttavefir sem og frétta- og ljósmyndaþjónusta fyrir aðra fjölmiðla, auglýsingastofa og nýjasta afurðin er prentþjónusta undir nafninu prentun.com. Það er því óhætt að segja að það hafi mikið vatn runnið til sjávar frá stofnun fyrirtækisins.
„Það er enn mjög skemmtilegt í vinnunni. Fjölmiðla og útgáfumarkaðurinn er svo fjölbreyttur en velgengni okkar byggist á því að við höfum verið mjög heppinn með starfsfólk sem er opið fyrir nýjungum og fylgist vel með. Við erum með ungt og reynslumikið fólk í bland og það gengur mjög vel. Eftir rúm tvö ár verða þrjátíu ár liðin frá því blaðið okkar á Suðurnesjum, Víkurfréttir, komu fyrst út. Við stefnum að því að minnast þess með veglegum hætti og vonandi kemur þá út fyrsta bókin okkar sem gæti verið unnin úr viðtölum og áhugaverðum frásögnum úr blaðinu. Slíka útgáfu þarf að undirbúa vel og við erum að byrja á þeirri vinnu. Nýjasta þjónustan okkar, prentun.com hefur einnig fengið góðar viðtökur. Við lítum því björtum augum á framtíðina,“ sagði Páll Ketilsson.
Tveir starfsmenn hafa fylgt Páli nánast frá upphafi; Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri en hann fagnaði tuttugu ára starfsamæli nýlega og Aldís Jónsdóttir, sem hefur sinnt bókhalds- og skrifstofustörfum ásamt fleiru, er að ná þeim áfanga á næsta ári.
Mynd: Páll Ketilsson, ritstjóri og eigandi VF með Hilmari Braga Bárðarsyni, fréttastjóra og Aldísi Jónsdóttur, skrifstofudömu með afmælisköku í tilefni tuttugu og fimm ára afmælisins. VF-mynd: elg