Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Vikar tekur við Lífstíl
Mánudagur 19. júlí 2004 kl. 15:14

Vikar tekur við Lífstíl

Um helgina fóru fram eigendaskipti á líkamsræktarstöðinni Lífstíl þar sem Vikar Sigurjónsson tók við rekstrinum.

Vikar er mörgum að góðu kunnur þar sem hann hefur starfað sem einkaþjálfari á Lífstíl allt frá opnun stöðvarinnar 1997 og hefur hann auk þess keppt í hnefaleikum fyrir Hnefaleikafélag Reykjaness.

„Fyrri eigendur voru að gera góða hluti en við ætlum okkur að gera enn betur,“ sagði Vikar í samtali við Víkurfréttir að hann gerði ekki ráð fyrir miklum áherslubreytingum fyrst um sinn. „Við munum einbeita okkur að því að vera með góða og trausta þjónustu fyrir viðskiptavinina. Þar sem nú er rólegasti tími ársins munum við laga það sem þarf að laga og bíða fram í september með nýjar áherslur fyrir veturinn.“

Hann bætir því við að Suðurnesjamenn séu duglegir við að stunda líkamsrækt en þó eru margir enn of mikið í sófanum og þeir ætli sér að ná til þeirra.

Vikar vill að lokum minna á hinn árlega Lífstílsdag sem verður á laugardaginn. Þar verður sannkölluð útihátíðarstemmning með hoppköstulum, bílasýningu og margvíslegum öðrum uppákomum. „Þetta er í fjórða sinn sem hann er haldinn. Í fyrra mættu um 1000 manns og við búumst við enn meiri fjölda núna.“
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024