Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Victoria's Secret opnar í Fríhöfninni
Miðvikudagur 29. febrúar 2012 kl. 15:48

Victoria's Secret opnar í Fríhöfninni

Fríhöfnin opnaði í dag 29. febrúar, fyrstu Victoria‘s Secret verslunina á Íslandi í brottfararverslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Victoria's Secret er Íslendingum að góðu kunn en fyrirtækið er leiðandi í smásölu á snyrtivörum og undirfatnaði fyrir konur. „Þetta er skemmtileg viðbót í Fríhöfnina, heimsþekkt merki og mjög vinsælt,“ sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar við opnunina í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farþegar streymdu inn í verslunina um leið og hún opnaði og höfðu úr mörgu að velja, litríkar og fallegar vörur blöstu við. Má þar nefna Victoria‘s Secret Beauty vörulínan ásamt þekktu Bombshell og VS Angel ilmvötnin, sem slegið hafa í gegn víða um heim. Einnig er sérstakt úrval af leðurvörum, töskum, nærbuxum, bolum og öðrum hátísku fylgihlutum frá Victoria‘s Secret.

Hönnunin á þessari fyrstu Victoria's Secret verslun í Fríhöfninni er glæsileg í alla staði, en ljósmyndir af ofurfyrirsætum Victoria‘s Secret sem prýða verslunina undirstrika fágun, kynþokka og unglegt útlit.

Glæsileg Victoriuverslun í Fríhöfninni.

Fjöldi kvenna var við opnun verslunarinnar í dag.

Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.