VFSK SELUR VATNSNESI SF FÉLAGSBÍÓ OG TJARNARGÖTU 6 Í KEFLAVÍK
Bónbræður stórveldi í fasteignageiranumVatnsnes sf., í eigu þeirra Eyjólfs og Sverris Sverrissona, hefur fest kaup á einni stærstu og verðmætustu lóð sem völ er á í miðbæ Keflavíkur. Í gær voru undirrituðu forkólfar Verkalýðsfélags og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og bræðurnir samninga um kaup á Félagsbíói og eignalóðunum Tjarnargötu 6 og Túngötu 1. Lóðin ein er u.þ.b. 2.240 fermetrar og brunabótamat á Félagsbíói er um 86 milljónir. „Við fengum hugmyndina 1994 og höfum haft hana bak við eyrað þar til nú að okkur tókst að gera hana að raunveruleika. Við ólumst upp á Vallargötu 4, við hliðina á Félagsbíói, og upplifðum þar m.a. bruna bíósins 1968 þegar minnstu munaði að heimilið brynni líka. Þarna er enn í dag þriðji stærsti bíósalurinn á landinu og eignin er eitthvað á milli 550 og 600 fm. að stærð“ sagði Sverrir Sverrisson. Eyjólfur Sverrisson sagði kaupin tímamót. „Þetta svæði hefur verið óvirkt að mestu í 10 ár en nú verður breyting á og hyggjumst við endurinnrétta bygginguna og staðsetja 6-8 verslanir á neðri hæð hússins en hafa skrifstofuhúsnæði á efri hæðinni.“ Samkomulag var milli aðila að gefa ekki upp kaupverðið en að sögn Eyjólfs eru báðir aðilar ánægðir með sinn hlut.