Vetrarfundur ferðaþjónustunnar á fimmtudag
Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark bjóða til morgunverðarfundar um ábyrga ferðaþjónustu og markaðssetningu í Hljómahöll fimmtudaginn 15. mars kl. 8:30-10:30.
Með erindi verða: Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, Rakel Theodórsdóttir, markaðsstjóri Friðheima og Sveinn Waage, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
Jafnframt fer fram afhending viðurkenninga ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018. Fundirinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku.