Verslunin BT hættir eftir viku
Mikið af fólki beið fyrir utan verslunina BT í Keflavík rétt fyrir klukkan 11.00 í morgun. Búðin hafði auglýst lokatilboð á vörum og að allt ætti að klárst. Fjöldi fólks á öllum aldri kom til að gera góð innkaup á tölvuvörum, sjónvörpum, videotækjum og fleiru. Verslunin BT verður í Reykjanesbæ í eina viku í viðbót en þá verður verslunin flutt. Tilboðin gilda þennan tíma á meðan byrgðir endast. Myndirnar hér fyrir neðan sýna mannfjöldann sem kom inn í búðina þegar hún opnaði í morgun.