Vélsmiðja Grindavíkur og Skeljungur hf. hefja samstarf
Vélsmiðja Grindavíkur mun taka yfir rekstur verslunar Skeljungs í Grindavík þann 15. janúar næstkomandi. Samstarfið felur í sér að Vélsmiðja Grindavíkur tekur að sér alla þjónustu við dælur, bátadælur ásamt rekstri verslunar á staðnum.
Saman stefna félögin að því að auka enn frekar við þjónustu á svæðinu ásamt því að auka við vöruúrval. Mikil áhersla er lögð á það að með breytingunum stafi engin röskun til viðskiptavina heldur upplifi þeir viðskiptin og þjónustu með allra besta móti.
„Við fögnum þessum áfanga sem að styrkir stoðir rekstursins enn frekar í Grindavík og á Suðurnesjunum öllum þar sem að við fáum vel kunnan og metnaðarfullan samstarfaðila með okkur í lið. Um leið og við óskum Ástmari Kára og Jóhönnu V. Harðardóttur velfarnaðar í nýjum ábyrgðarstöðum hjá Vélsmiðju Grindavíkur, færum við þeim þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Skeljungs,“ segir Sigurður Orri Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Skeljungi.