Vel sóttur fundur hjá Íslandsbanka
Haldin var morgunverðarfundur s.l. fimmtudag á Ránni í boði Íslandsbanka.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka fjallaði um líklega þróun helstu stærða í efnahagsumhverfi íslenskra fyrirtækja á næstu misserum og kynnti þjóðhagsspá Greiningardeildar Íslandsbanka.
Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka fór yfir stöðu fjármálamarkaðarins gagnvart íslenskum fyrirtækjum og spáði til um hversu mikil áhrif stækkun fjármálamarkaðsins hefði á íslenskt atvinnulíf.
Fundurinn var vel sóttur og heppnaðist í alla staði mjög vel að sögn Sighvats Gunnarssonar, viðskiptastjóra Íslandsbanka í Keflavík.