Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Veitingahús: Aukning þrátt fyrir brotthvarf hersins
Miðvikudagur 30. janúar 2008 kl. 09:41

Veitingahús: Aukning þrátt fyrir brotthvarf hersins

Þrátt fyrir brotthvarf varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli hefur ekki orðið samdráttur í veitinghúsarekstri á Suðurnesjum. Veitingamenn höfðu sumir áhyggjur af afkomu sinni við brotthvarf hersins en í ljós hefur komið að þær áhyggjur voru óþarfar því veitingastaðirnar virðast hafa bætt afkomu sína. Þetta segir Sævar Reynisson, viðskiptafræðingur og eigandi Bókhaldsþjónustunnar, í viðtali við Víkurfréttir sem koma út á morgun.

Sævar fagnar á þessu ári 25 ára starfsafmæli Bókhaldsþjónustunnar en hann hefur haft á sinni könnu bókhald fjölmargra fyrirtækja, m.a. veitingahúsa, og er því með púlsinn á atvinnulífinu. Fólksfjölgunin á svæðinu virðist því hafa dregið verulega úr áhrifum af brotthvarfi hersins á þjónustu.


Sævar hefur einnig haft með höndum bókhald margra verktakafyrirtækja og segir hann ástandið á byggingamarkaði afar gott, þó farið sé að hægja á framkvæmdum frá því sem var fyrir tveimur árum þegar þær voru í  hámarki. „Menn sjá fram á minni hamagang og meira jafnvægi en kvarta alls ekki yfir verkefnastöðunni. Hún er mjög góð,“ segir Sævar Reynisson.

Sjá nánar viðtal í Víkurfréttum á morgun.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024