Veiðiverslun K-sport fær góðar viðtökur
Verslunin K-Sport - veiðisport opnaði nýlega verslun við Hafnargötu þar sem Hringlist var áður til húsa. Að sögn Sigurðar Björgvinssonar, eiganda K-Sport, hefur vantað veiðibúð í Reykjanesbæ í nokkurn tíma og því ákváðu hann og Birnir Bergsson, aðstoðarmaður Sigurðar í versluninni, að bæta úr því.„Hugmyndin með opnun þessarar verslunar var fyrst og fremst til að þjóna Suðurnesjamönnum enda er ferlegt að þurfa að fara til Reykjavíkur til að fá veiðigræjur. Við munum keyra á betra verði en á flestum öðrum stöðum og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fólk versli heima“.
K-Sport - veiðisport er aðallega stangveiðiverslun og þar er hægt að fá allt fyrir stangveiðina, bæði fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Einnig verða þeir með sjóstangveiðigræjur en það er orðið mjög vinsælt sport á Íslandi í dag. „Við erum með mikið úrval af veiðivörum sem eykst dag frá degi. Einnig erum við með mikið úrval af allskyns gjafavörum í veiðina“, segir Sigurður.
Sigurður segir að ef það komi fyrir að varan sem fólk þurfi fáist ekki hjá sér muni hann reyna að redda henni, því að kostnaðarlausu. „Við reynum að gera allt til þess að fólk þurfi ekki að þvælast til Reykjavíkur eftir hlutunum og ég vona bara að fólk taki þessu vel“.
En eru þið með einhverjar nýjungar?
„Já við erum með hnýtingarborð í versluninni þar sem menn geta komið og hnýtt flugur, spjallað saman og sagt veiðisögur og fengið sér kaffi. Við ætlum að bjóða þeim sem hnýta flugur upp á eins góða þjónustu og hægt er. Einnig munum við bjóða upp á tilboðspakka fyrir börn og flugubyrjendur“, sögðu félagarnir að lokum og héldu svo áfram að taka nýjar veiðivörur upp úr kössum.
K-Sport - veiðisport er aðallega stangveiðiverslun og þar er hægt að fá allt fyrir stangveiðina, bæði fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Einnig verða þeir með sjóstangveiðigræjur en það er orðið mjög vinsælt sport á Íslandi í dag. „Við erum með mikið úrval af veiðivörum sem eykst dag frá degi. Einnig erum við með mikið úrval af allskyns gjafavörum í veiðina“, segir Sigurður.
Sigurður segir að ef það komi fyrir að varan sem fólk þurfi fáist ekki hjá sér muni hann reyna að redda henni, því að kostnaðarlausu. „Við reynum að gera allt til þess að fólk þurfi ekki að þvælast til Reykjavíkur eftir hlutunum og ég vona bara að fólk taki þessu vel“.
En eru þið með einhverjar nýjungar?
„Já við erum með hnýtingarborð í versluninni þar sem menn geta komið og hnýtt flugur, spjallað saman og sagt veiðisögur og fengið sér kaffi. Við ætlum að bjóða þeim sem hnýta flugur upp á eins góða þjónustu og hægt er. Einnig munum við bjóða upp á tilboðspakka fyrir börn og flugubyrjendur“, sögðu félagarnir að lokum og héldu svo áfram að taka nýjar veiðivörur upp úr kössum.