Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Vegleg Mercedes-Benz bílasýning í Reykjanesbæ
Nýir og nýlegar útgáfur frá Mercedes Benz verða sýndar hjá K.Steinarsson.
Föstudagur 18. janúar 2013 kl. 16:00

Vegleg Mercedes-Benz bílasýning í Reykjanesbæ

Vegleg Mercedes-Benz bílasýning verður haldin hjá K.Steinarssyni að Holtsgötu 52 í Reykjanesbæ á laugardag. Sýndir verða nýir og glæsilegir bílar frá Mercedes-Benz og má þar nefna jeppana ML og GLK sem og fólksbílana A-Class, B-Class og  E-Class í metanútfærslu.


Þá verða einnig sýndir atvinnubílarnir Citan og Sprinter en þess má geta að þetta er frumsýning á Citan sem er nettur en öflugur sendibíll og sérlega hagkvæmur í rekstri.
Sýningin er opin á milli kl. 12-16 á laugardag. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi fyrir gesti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024