Vefurinn gardurogsandgerdi.is brúar bilið

Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis hefur opnað vefsíðu sem notuð verður til bráðabirgða þar til nýtt sveitarfélag hefur fengið nafn.
 
Á slóðinni gardurogsandgerdi.is má finna síðuna með helstu upplýsingum um hið nýja sveitarfélag. Þar birtast fréttir og fundargerðir sveitarfélagsins og upplýsingar um bæjarstjórn og nefndir. 
 
Heimasíður sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar verða opnar út árið 2018.
 
Tölvupóstföng starfsmanna verða óbreytt þar til nýtt nafn sveitarfélagsins hefur verið ákveðið.
 
Reglur, gjaldskrár og samningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs gilda þar til ný sveitarstjórn hefur afgreitt breytingar.
 
Hið nýja sveitarfélag hefur fengið kennitöluna 550518-1200 og sveitarfélagsnúmerið 2510.
 
Símanúmer eru óbreytt en unnið er að sameiningu símkerfa og upptöku nýs símanúmers.