Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Vefur Víkurfrétta vinsæll
Þriðjudagur 7. september 2010 kl. 10:14

Vefur Víkurfrétta vinsæll

Vefur Víkurfrétta nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir en vinsældir vf.is náðu nýjum hæðum í nýliðinni viku þegar 37.429 notendur heimsóttu vef Víkurfrétta. Ástæðuna má rekja til frétta af vf.is sem vekja athygli á landsvísu og vitnað er til í landsmiðlunum. Samkvæmt mælingu Modernus er vf.is þrettándi vinsælasti vefur Íslands.

Þá var Ljósanótt í nýliðinni viku og því sækja margir vef Víkurfrétta heim til að lesa fréttir af viðburðum og skoða myndir frá hátíðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heimsóknirnar á vefinn voru einnig margar í síðustu viku en samtals voru þær 101.433 og flettingar næstum 800.000.