Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 16. júní 2003 kl. 19:17

Vefmæling Víkurfrétta á Netinu féll niður

Netútgáfa Víkurfrétta, vikurfrettir.is og tveir aðrir vinsælir, job.is og krakkabanki.is, vefir urðu fyrir barðinu á forritunarvillu sem slæddist inn í í kerfið hjá Modernus í liðinni viku. Modernus annast daglega mælingu á aðsókn á fjölda íslenskra vefja. Villan gerði það að verkum að engin vefmæling átti sér stað á síðum sem innihéldu plús eða bil í síðunafni frá kl. 19 á miðvikudegi til um kl. 16 á fimmtudegi. Villuna uppgötvuðu vefstjórar job.is og vikurfretta.is á öðrum degi eftir að hún slæddist inn. Vegna þessa sýnir mælingin ekki rétta niðurstöðu og því verða tölurnar ekki birtar opinberlega í þetta skiptið.Aðeins 22 af 73 auka áhorfið
Sumarleyfi landsmanna eru hafin og áhrif þessa gætir á internetnotkunina af fullum þunga í liðinni viku. Aðeins 22 vefir sýna aukningu í áhorfi á meðan 51 vefur má sjá á eftir notendum sínum í sumarfrí.

Engin listi í Morgunblaðinu á morgun, þriðjudag
Þar sem atvinnumiðlunin job.is og fréttamiðilinn vikurfrettir.is ná báðir oft inn á lista 25 efstu, sem birtur er í Morgunblaðinu á þriðjudögum, hefur verið ákveðið að sleppa birtingu auglýsingarinnar að þessu sinni og taka með því fullt tillit til vefjanna, sem annars hefðu e.t.v. átt sæti á þeim lista. Listinn verður þó birtur eins og venjulega á Internetinu Samræmd vefmæling og á síðu 611 í Textavarpi Rúv. Þetta var ákveðið í fullu samráði við Verslunarráð Íslands, sem hefur virkt eftirlit með starfsemi Modernus samkvæmt sérstökum samningi þar um. Modernus biður vefina þrjá afsökunar á uppákomunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024