Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 4. mars 1999 kl. 22:13

VARAHLUTIR Í VÆDDEREN

Danska varðskipið Vædderen hjafði viðkomu á Stakksfirði um helgina til að sækja varahluti. Vædderen annast strandgæzlu við Grænland en verður að teljast til góðkunningja okkar hér við Faxaflóann. Oft má sjá skipið hér skammt undan landi og er þá að leita vars undan slæmum veðrum á Grænlandssundi. Það var hins vegar ekki óveðrið þegar þessar myndir voru teknar því hafflöturinn var spegilsléttur. VF-myndir: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024