Vann dekkjagang undir bílinn
Lukkudísirnar voru með Sverri Ómari á dögunum þegar hann tók þátt í leik Bílabúðar Benna á Bylgjunni. Þar var nafn Sverris dregið út og að launum fékk hann heilan gang af Toyo harðskeljadekkjum undir bílinn sinn.
Sverrir kíkti svo við hjá Nesdekkjum í Reykjanesbæ þar sem dekkin voru sett undir bílinn.
Á myndinni er Sverrir Ómar með Ragnari Bjarna, rekstrarstjóra Nesdekkja í Reykjanesbæ.