Valgeirsbakarí 35 ára
Hjónin Valgeir J. Þorláksson, einnig þekktur sem Valli bakari, og Magdalena Olsen fagna í dag 35 ára starfsafmæli Valgeirsbakarís.
„Það sem einna helst stendur upp úr á þessum 35 árum er hvað fólk hefur alltaf tekið okkur vel,“ sagði Valgeir í samtali við Víkurfréttir. Í tilefninu af afmælinu verður boðið upp á bakkelsi, kaffi, djús og kók í allan dag. „Við munum halda okkar striki eitthvað áfram,“ sagði Valgeir glottandi við tönn þegar blaðamaður innti hann eftir því hvort bakaríið yrði starfandi næstu 35 árin.
VF-mynd/ Jón Björn, [email protected]