Útrás Samkaupa heldur áfram
Samkaup h.f. opnaði nýja verslun og þjónustumiðstöð við Mývatn fimmtudaginn 27. júní sl. Um er að ræða matvöruverslun, veitingasölu, bensínsölu og upplýsingamiðstöð ferðamanna undir merkjum Strax. Samkaup h.f. reka nú 25 verslanir undir nöfnunum Nettó, Samkaup, Úrval, Strax, Sparkaup og Kasko. Verslanirnar eru á norðurlandi, vestfjörðum, suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess rekur félagið kostverslunina Valgarð á Akureyri og kjötvinnsluna Kjötsel í Reykjanesbæ.
Í tilefni opnunarinnar ákvað stjórn félagsins að styrkja Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar með 300,000,- króna framlagi. Sigurgeir Stefánsson lést 37 ára gamall við skyldustörf í Mývatni hinn 26.okt. 1999 ásamt tveimur öðrum mönnum. Sigurgeir hafði komið upp merkilegu safni uppstoppaðra fugla og eggja, en samstarfsmenn Sigurgeirs í Kísiliðjunni hafa nú stofnað sjóð sem hefur það að markmiði að reisa hús yfir fuglasafnið að Ytri Neslöndum.
Myndin er síðan af Birgi Haukssyni verslunarstjóra Strax við Mývatn og fyrsta viðskiptavini í nýju versluninni Jóhönnu Andrésdóttur.
Í tilefni opnunarinnar ákvað stjórn félagsins að styrkja Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar með 300,000,- króna framlagi. Sigurgeir Stefánsson lést 37 ára gamall við skyldustörf í Mývatni hinn 26.okt. 1999 ásamt tveimur öðrum mönnum. Sigurgeir hafði komið upp merkilegu safni uppstoppaðra fugla og eggja, en samstarfsmenn Sigurgeirs í Kísiliðjunni hafa nú stofnað sjóð sem hefur það að markmiði að reisa hús yfir fuglasafnið að Ytri Neslöndum.
Myndin er síðan af Birgi Haukssyni verslunarstjóra Strax við Mývatn og fyrsta viðskiptavini í nýju versluninni Jóhönnu Andrésdóttur.