Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Útlendingar að kaupa í Geysir Green
Þriðjudagur 11. september 2007 kl. 13:13

Útlendingar að kaupa í Geysir Green

Samningar um að útlendingar eignist hlut í Geysi Green Energy eru á lokastigi. Geysir Green á umtalsverðan hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Fjölmargir erlendir aðilar hafa sýnt því áhuga að eignast hlut í fyrirtækinu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rætt hafi verið við fjölda fyrirtækja, sem hafi sýnt því mikinn áhuga að taka þátt í Geysi Green; í þeirra hópi sé meðal annarra bankinn Goldman Sachs. Málin verði skoðuð vandlega en erlend fyrirtæki hafi enn sem komið er ekki eignast hlut í fyrirtækinu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Útvarpsins eru samningar við Goldman Sachs um að bankinn kaupi þriðjungshlut í Geysi Green á lokastigi. Geysir Green Energy á umtalsverðan hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Eignist erlent fyrirtæki hlut í Geysi Green, verða íslenskar orkuauðlindir því í óbeinni eigu útlendinga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024