Utanríkisráðherra opnar nýja aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tók í dag formlega í notkun nýja 3 hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Heildarstærð 3. hæðar er rúmlega 4.100 fermetrar en þar af eru um 3.500 fermetrar af nýju skrifstofuhúsnæði og starfsmannaaðstöðu sem nú bætast við.
Breyting og innrétting á 3. hæð flugstöðvarinnar er liður í umfangsmiklum framkvæmdum um framtíðarþróun mannvirkja Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem hófust árið 2003 og sem gert er ráð fyrir að ljúki árið 2007. Upphaflegar hugmyndir um nýtingu 3 hæðar flugstöðvarinnar komu fram árið 2001 og hófust framkvæmdir árið 2004. Þetta var mikilvægur liður í endurskipulagningu norðurbyggingar því aukið rými vantaði fyrir skrifstofu- og starfsmannaðstöðu og fyrir ýmsa hliðar starfssemi en búið var að ákveða að stærstur hluti húsrýmis 2. hæðar yrði fyrir verslun og þjónustu við farþega.
Á vestursvæði 3. hæðarinnar eru skrifstofur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf og Fríhafnarinnar ehf, viðhafnarstofa, ráðstefnusalur, fundarsalir og útleigurými fyrir ýmsa rekstraraðila. Austan megin er aðstaða fyrir Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, Sýslmannsembættið á Keflavíkurflugvelli, IGS, mötuneyti, starfsmannaaðstöðu og tæknirými. Samhliða þessu voru loftræsisamstæður flugstöðvarinnar endurnýjaðar. Brú er á milli svæðanna sem tengir austur og vestur hlutann saman.
Í ávarpi sem Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hélt við opnunina kom meðal annars fram að norðurbygging flugstöðvarinnar var alls um 22.000 fermetrar þegar framkvæmdir hófust árið 2003 en hún stækkar alls um 16.500 fermetra og verður um 38.500 fermetrar að framkvæmdum loknum vorið 2007. Að auki er og verður unnið að breytingum og endurbótum af ýmsu tagi á alls 13.000 fermetrum á 1, 2 og 3 hæð norðurbyggingar á árunum 2003-2007. Eftir þessar breytingar og stækkun verður heildarstærð flugstöðvarinnar um 55.000 fermetrar. Heildarkostnaður við breytingu á 3.hæð flugstöðvarinnar er með innréttingum rúmlega 700 milljónir króna en áætlað er að heildarkostnaður við stækkun og breytingar á flugstöðinni frá árinu 2003 til 2007 nemi hátt í 7 milljörðum króna.
Breyting og innrétting á 3. hæð flugstöðvarinnar er liður í umfangsmiklum framkvæmdum um framtíðarþróun mannvirkja Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem hófust árið 2003 og sem gert er ráð fyrir að ljúki árið 2007. Upphaflegar hugmyndir um nýtingu 3 hæðar flugstöðvarinnar komu fram árið 2001 og hófust framkvæmdir árið 2004. Þetta var mikilvægur liður í endurskipulagningu norðurbyggingar því aukið rými vantaði fyrir skrifstofu- og starfsmannaðstöðu og fyrir ýmsa hliðar starfssemi en búið var að ákveða að stærstur hluti húsrýmis 2. hæðar yrði fyrir verslun og þjónustu við farþega.
Á vestursvæði 3. hæðarinnar eru skrifstofur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf og Fríhafnarinnar ehf, viðhafnarstofa, ráðstefnusalur, fundarsalir og útleigurými fyrir ýmsa rekstraraðila. Austan megin er aðstaða fyrir Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, Sýslmannsembættið á Keflavíkurflugvelli, IGS, mötuneyti, starfsmannaaðstöðu og tæknirými. Samhliða þessu voru loftræsisamstæður flugstöðvarinnar endurnýjaðar. Brú er á milli svæðanna sem tengir austur og vestur hlutann saman.
Í ávarpi sem Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hélt við opnunina kom meðal annars fram að norðurbygging flugstöðvarinnar var alls um 22.000 fermetrar þegar framkvæmdir hófust árið 2003 en hún stækkar alls um 16.500 fermetra og verður um 38.500 fermetrar að framkvæmdum loknum vorið 2007. Að auki er og verður unnið að breytingum og endurbótum af ýmsu tagi á alls 13.000 fermetrum á 1, 2 og 3 hæð norðurbyggingar á árunum 2003-2007. Eftir þessar breytingar og stækkun verður heildarstærð flugstöðvarinnar um 55.000 fermetrar. Heildarkostnaður við breytingu á 3.hæð flugstöðvarinnar er með innréttingum rúmlega 700 milljónir króna en áætlað er að heildarkostnaður við stækkun og breytingar á flugstöðinni frá árinu 2003 til 2007 nemi hátt í 7 milljörðum króna.