Úrval Útsýn og Plúsferðir hætta í Reykjanesbæ
Ferðaskrifstofa Íslands sem rekur Úrval Útsýn og Plúsferðir hefur sagt upp samningi við SBK hf.
Frá og með 1. febrúar 2005 verður engin þjónusta hjá þessari ferðaskrifstofu nema í Reykjavík, Akureyri og í Vestmannaeyjum. Ferðaskrifstofa Íslands hefur sagt upp öllum samningum við umboðsaðila á landsbyggðinni utan Akureyri og Vestmannaeyjar, þ.m.t. SBK í Reykjanesbæ. Þessa ákvörðun tekur Ferðaskrifstofa Íslands einhliða og þrátt fyrir mótmæli okkar og annarra umboðsaðila. Þróunin hefur verið sú að sífellt eykst sala á internetinu, en þrátt fyrir það, er töluverður fjöldi fólks sem áfram vill koma í umboðið, fá upplýsingar og ræða um sína ferðatilhögun.
Við hjá SBK hf höfum fundið fyrir þörf fyrir þetta umboð og velvilja Suðurnesjamanna í okkar garð og hörmum því þessa ákvörðun Ferðaskrifstofu Íslands.
Áfram verður til Ferðaskrifstofa SBK og við munum áfram sinna hópum í ferðalögum bæði innanlands og til útlanda. Áfram munum við sinna þjónustu og farseðlaútgáfu fyrir Flugleiðir, fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa stóra sem smáa.
Starfsfólk SBK hf.
Frá og með 1. febrúar 2005 verður engin þjónusta hjá þessari ferðaskrifstofu nema í Reykjavík, Akureyri og í Vestmannaeyjum. Ferðaskrifstofa Íslands hefur sagt upp öllum samningum við umboðsaðila á landsbyggðinni utan Akureyri og Vestmannaeyjar, þ.m.t. SBK í Reykjanesbæ. Þessa ákvörðun tekur Ferðaskrifstofa Íslands einhliða og þrátt fyrir mótmæli okkar og annarra umboðsaðila. Þróunin hefur verið sú að sífellt eykst sala á internetinu, en þrátt fyrir það, er töluverður fjöldi fólks sem áfram vill koma í umboðið, fá upplýsingar og ræða um sína ferðatilhögun.
Við hjá SBK hf höfum fundið fyrir þörf fyrir þetta umboð og velvilja Suðurnesjamanna í okkar garð og hörmum því þessa ákvörðun Ferðaskrifstofu Íslands.
Áfram verður til Ferðaskrifstofa SBK og við munum áfram sinna hópum í ferðalögum bæði innanlands og til útlanda. Áfram munum við sinna þjónustu og farseðlaútgáfu fyrir Flugleiðir, fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa stóra sem smáa.
Starfsfólk SBK hf.