Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Uppgripsverslunin á Básnum stækkuð
Fimmtudagur 18. mars 2004 kl. 16:13

Uppgripsverslunin á Básnum stækkuð

Uppgripsverslunin á bensínstöð Olís á Básnum í Reykjanesbæ hefur verið stækkuð og veitingaaðstaða bætt. Í versluninni hefur verið komið upp bakaríi og pulsubar þar sem boðið er upp á bacon, grill og venjulegar pulsur. Í bakaríinu er boðið upp á margvíslegt bakkelsi.
Að sögn Ásgeirs Steinarssonar verslunarstjóra hefur vöruúrval verslunarinnar einnig verið aukið og segir Ásgeir að viðtökurnar hafi verið góðar. „Þessar breytingar á stöðinni hafa fallið vel í kramið hjá Suðurnesjamönnum og það er greinilega vöntun á grillpulsum hér suðurfrá,“ sagði Ásgeir í samtali við Víkurfréttir. Á stöðinni hefur einnig aðstaða verið bætt fyrir viðskiptavini til að setjast niður og borða. „Það er alltaf heitt kaffi á könnunni og við tökum vel á móti viðskiptavinum.“

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024