Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 19. febrúar 1999 kl. 19:24

UPPGRIP HJÁ OLÍS

Breytingar hafa verið gerðar hjá Olís-Básnum í Keflavík. Samhliða bensínafgreiðslunni hefur verið sett upp Uppgrips-verslun. Þar er fjölbreytt vöruúrval til að grípa með sér um leið og fyllt er á bílinn. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum síðan að hægt væri að kaupa mjólk á stórmarkaðsverði samhliða bensíni á bílinn en í Uppgripsverslun Olís er margt á boðstólum, ferskar brauðvörur, drykkir og margt fleira. „Olís-kóngurinn“ Steinar Sigtryggsson sagði í samtali við blaðið að þessar breytingar hafi staðið til í nokurn tíma. Þeim hefði verið lokið fyrir stuttu og hafa viðskiptavinir lýst ánægju sinni með þær. Boðið var upp á bensín á „tilboði“ fyrstu tvær helgarnar eftir breytingarnar en því verður fylgt eftir með margs konar tilboðum á ýmsum vörum. „Það er ýmislegt fleira í bígerð hjá okkur sem kemur í ljós þegar líða tekur á árið“, sagði Steinar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024