Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 26. október 2000 kl. 09:47

UNDRI styrktur af Nýsköpunarsjóði

Fyrirtækið S. Hólm ehf framleiðir UNDRA-tjöruhreinsi, penslasápu, iðnaðarhreinsi og línusápu en nú hefur einnig hafið framleiðslu á kvoðuhreinsi fyriri matvælaiðnað. Fyrirtækið er ört vaxandi á þessum markaði og hefur reist sér nýtt verksmiðjuhúsnæði að Stapabraut 3a í Reykjanesbæ. Í framhaldi af þróun Undra hreinsiefnanna, sem unnin eru að hluta til úr kindafitu, var ákveðið að hrinda í framkvæmd vöruþróunarverkefni um þróun vistvæns kvoðuhreinsiefnis fyrir matvælaiðnað. Sótt var um að fá að taka þátt í verkefninu Vöruþróun ´99 hjá IMPRU og er verkefninu nú lokið. Þróað hefur verið kvoðuhreinsiefni sem hefur þá kosti að það hreinsar mjög vel, tærir ekki málma (pH 7,7) eða slítur tækjum. Jafnframt er tryggt að gerlatalan sé lág á hlutum sem hafa verið þvegir með Undra, efnið vistvænt og valdi ekki skaða á húð eða í öndunarfærum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024