Ultratone hjá Fame
Hjá Fame, að Hafnargötu 34, er boðið uppá Ultratone og er það eini staðurinn sem býður upp á slíkar meðferðir á Suðurnesjum. Ultratone tækið býður upp á margvíslegar líkams- og andlitsmeðferðir og hljóðbylgjur og hafa vinsældir þess farið sívaxandi síðustu þrjú árin hér á landi. Notkunarmöguleikarnir eru margir og árangur meðferða af þessu tagi góður.
Tækið var fyrst notað í Bretlandi fyrir 45 árum síðan og var upphaflega hugsað fyrir fólk sem hafði lent í slysi eða lamast, en eftir því sem árin liðu og tæknin jókst þá varð fjölbreytnin meiri og fólkinu fjölgaði sem nýtti sér tækið. Nýjustu Ultratone tækin er hægt að nota í 30 mismunandi líkamsmeðferðir og 8 mismunandi andlitsmeðferðir, hjóðbylgjur og fleira, en með því er hægt að tryggja að meðferðirnar vinni allar saman um leið og það sparast bæði tími og peningar.
Árangursríkar meðferðir fyrir alla frá 18 ára aldri
Ultratone hentar fyrir fólk sem vill grenna sig, móta sig, byggja upp vöðva, stinna slappa húð, vinna á sliti, losa sig við bjúg og svona mætti lengi telja. Það hentar bæði fyrir þá sem ekki geta stundað venjulega líkamsrækt vegna meiðsla, t.d. í baki eða liðum og svo fyrir þá sem eru á fullu í ræktinni og vilja bæta árangurinn enn betur. Sá sem þarf að taka af sér 30 kíló fær ekki sömu meðferð og sá sem er að taka síðustu 2 kílóin. Svo eru hljóðbylgjurnar til þess gerðar að hraða árangri í grenningu, vinna á sliti og fleiru.
Hægt er að finna árangur eftir fyrsta tíma, en einn grenningartími jafnast á við 900 magaæfingar – nema hvað þú slakar á meðan tækið sér um alla vinnuna. Ultratone hentar fyrir dömur og herra frá 18 ára aldri og uppúr.
Andlitsmeðferðirnar eru til þess gerðar að styrkja grunnvöðva andlitsins, stinna og styrkja húðina, draga úr hrukkum, baugum og undirhöku. Útlitið verður frísklegra og ferskara á allan hátt en andlitsmeðferðir eru mest sóttar af fólki 35 ára og eldra, bæði dömum og herrum. Þetta eru mun vægari meðferðir en á líkamann og notaðar bylgjur sem henta þessu svæði.
Á Fame eru viðskiptavinir flestir kvenkyns og hvetjum við herrana eindregið til að láta sjá sig og fá ráðgjöf um hvað hægt er að gera fyrir þá.
Þessa stundina erum við með frábær tilboð í gangi, bæði fyrir líkama og andlit, hægt er að sjá þau á www.fame.is eða hringja í síma 421-1441 fyrir nánari upplýsingar.