Tvö ráðin til Samkaupa
Helga Dís Jakobsdóttir og Pétur Karl Ingólfsson hafa verið ráðin til Samkaupa. Starfsmennirnir búa allir yfir víðamikilli reynslu og hefja þau störf þann 1. febrúar næstkomandi.
„Það er afar ánægjulegt að fá svona reynslumikið og hæfileikaríkt fólk í hópinn okkar og við bjóðum þau hjartanlega velkomin,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri mannauðssviðs Samkaupa.
Helga Dís Jakobsdóttir hefur verið ráðin í stöðu þjónustu- og upplifunarstjóra Nettó. Helga Dís útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og forystu frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún lokið MS-gráðu í þjónustustjórnun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Pétur Karl Ingólfsson tekur við stöðu upplýsingatæknistjóra Samkaupa. Pétur er reynslumikill og hefur meðal annars starfað sem verkefnastjóri á sviði stafrænna vara og stefnumótunar hjá Icelandair. Pétur hefur einnig starfað við hugbúnaðarþróun og rekstur hjá Isavia/Duty Free og vefþróun hjá 365 miðlum.
Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður, með öfluga framlínu þar sem gildi fyrirtækisins, Kaupmennska – Áræðni, Samvinna og Sveigjanleiki sem er leiðarljós í öllu starfi félagsins. Hjá Samkaupum starfa um 1300 manns í tæplega 700 stöðugildum. Samkaup reka um 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.