Tvö hundruð þúsund farþegar með Iceland Express
Tvö hundruð þúsundasti farþeginn með Iceland Express fór með vél félagsins til Lundúna í morgun. Farþeginn var Úlfar Hinriksson íþróttakennari og var hann á leið til Lundúna ásamt vinafólki til að sækja nostalgíutónleika með Duran Duran.
Í tilkynningu frá félaginu segir að um síðustu áramót hafði Iceland Express flutt rúmlega 136 þúsund farþega, en félagið hóf flugstarfsemi í lok febrúar 2003. Þann 1. apríl síðastliðinn hófst flug tvisvar á dag til beggja áfangastaða félagsins og jókst farþegafjöldinn þá verulega. Á þessu ári áætlar Iceland Express að flytja um 270 þúsund farþega.
Myndin: Halldóra Viðarsdóttir, starfsmaður Iceland Express á Keflavíkurflugvelli, afhenti Úlfari gjafabréf fyrir tvo í ferð með Iceland Express af þessu tilefni. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.