Tvö hótel á Suðurnesjum meðal þeirra bestu hjá Tripadvisor
Ferðasíðan vinsæla Tripadvisor birti nýlega lista yfir bestu hótelin á Íslandi árið 2018. Á meðal þeirra tíu bestu eru tvö á Suðurnesjum. Annars vegar Hotel Berg í Reykjanesbæ og hins vegar Silica Hotel við Bláa Lónið í Grindavík. Aðeins eru fimm hótel utan höfðurborgarinnar á listanum en um er að ræða flest þekktustu og glæsilegustu hótel landsins. Það er VisitReykjanes sem vekur athygli á þessu.
Vefsíðan Tripadvisor er stærsta ferðasíða heimsins og hefur þar af leiðandi gríðarlegt vægi í ferðageiranum og sérstaklega þegar kemur að gistingu. 455 milljón gestir heimsækja síðuna á mánuði og alls eru rúmlega 700 milljón umsagnir á síðunni sem var stofnuð árið 2000.
Hótel Berg.