Tuttugu og tvær milljónir greiddar út í fyrra
Nú er sá mánuður ársins sem flestir kaupa miða í Happdrætti Háskóla Íslands, vegna þess að happdrættisárið hjá þeim byrjar í janúar ár hvert. Geir Reynisson og Eygló Þorsteinsdóttir hafa verið með umboð HHÍ síðastliðin átta ár, að Hafnargötu 36 í Keflavík.Eygló Þorsteinsdóttir segir að margir viðskiptavina HHÍ á svæðinu komi sjálfir í hverjum mánuði og endurnýji miðana sína, þó svo að nú sé hægt að nota hentugri máta við að endurnýja s.s. að setja miðann á boðgreiðslu á kreditkortið sitt. Eygló segir þessa fastakúnna sem koma í hverjum mánuði vera orðna góðkunningja þeirra sem vinna hjá umboðinu og sumir fá sér kaffi sem stendur alltaf tilbúið á könnunni. „Við gerum allt sem við kemur HHÍ hérna í Keflavík. Við borgum til dæmis út vinninga og það er að sjálfsögðu það allra vinsælasta hjá viðskipotavinum okkar. Sumir koma og sækja vinninginn en aðrir láta okkur leggja hann inn á reikninginn hjá sér. Við hringjum í þá sem fá stóru vinningana en sendum hinum bréf, óvænt og skemmtilegt bréf," sagði Eygló íbyggin á svip. Þeir eru þónokkrir á Suðurnesjum sem hafa hlotið vinning í HHÍ, á síðasta ári borgaði umboðið út rúmar 22 milljónir til heppinna miðaeigenda. Í desember á síðasta ári gekk svo hluti „heita pottsins" til Suðurnesja en þar vann einhver heppinn miðaeigandi 3,8 milljónir króna. Einfaldur miði kostar 800 krónur en trompmiði, sem er fimmfaldur, kostar 4000 krónur. Allur ágóði af sölu miðanna rennur til húsnæðis- og tækjakaupa Háskóla Íslands.
Vinningsmöguleikarnir eru töluverðir og er dregið í happdrættinu þrisvar í mánuði, fyrst er aðalútdráttur, síðan milljónaútdráttur og loks heiti potturinn sem minnst var á hér að ofan. Ungt fólk er farið að veita happdrættinu meiri athygli, segir Eygló, bæði vegna þess hve auðvelt er fyrir það að nálgast allar upplýsingar um það t.d. með SMS, á internetinu og textavarpinu og eins vegna þess að ágóðinn rennur óskiptur til einnar menntastofnunnar ungs fólks, sem er Háskóli Íslands.
Vinningsmöguleikarnir eru töluverðir og er dregið í happdrættinu þrisvar í mánuði, fyrst er aðalútdráttur, síðan milljónaútdráttur og loks heiti potturinn sem minnst var á hér að ofan. Ungt fólk er farið að veita happdrættinu meiri athygli, segir Eygló, bæði vegna þess hve auðvelt er fyrir það að nálgast allar upplýsingar um það t.d. með SMS, á internetinu og textavarpinu og eins vegna þess að ágóðinn rennur óskiptur til einnar menntastofnunnar ungs fólks, sem er Háskóli Íslands.