Tuttugu og sjö framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum 2015
Tuttugu og fimm fyrirtæki á Suðurnesjum eru meðal „Framúrskarandi fyrirtækja árið 2015“. Creditinfo tilkynnti í gær hvaða fyrirtæki á landinu væru í þessum hópi. Alls fengu 682 fyrirtæki á landinu þessa viðurkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á landinu.
Fyrirtæki sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Þau þurfa m.a. að hafa sýnt rekstrarhagnað síðustu þrjú árin, vera með 20% eiginfjárhlutfall á sama tíma og eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð.
Fyrirtækin á Suðurnesjum skiptast í þrjá flokka eftir stærðum, stór fyrirtæki, meðalstór og lítil. Þau voru
Fyrirtæki á Suðurnesjum sem komast á listann 2015 eru:
Í Vogum á Vatnsleysuströnd: Nesbúegg ehf.
Í Reykjanesbæ: Samkaup hf., HS Veitur hf., Útgerðarfélag Guðleifs ehf., Kaffitár ehf., Fríhöfnin, Apa ehf., Háteigur fiskverkun, Þriftækni ehf., Eldneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli, A. Óskarsson, Verkfræðistofa Suðurnesja, IGS ehf., Miðnesheiði ehf., Jói Blakk ehf., Icemar ehf. og Miðnesheiði ehf.
Í Grindavík: Bláa lónið hf., Þorbjörn hf., Jens Valgeir ehf., Veiðarfæraþjónustan ehf., H.H: Smíi ehf., BESA ehf.
Í Sandgerði: Fiskverkun Ásbergs ehf., K&G ehf., Skinnfiskur ehf.
Í Garði: Bragi Guðmundsson ehf., SI raflagnir ehf.
Bræðurnir Kjartan og Garðar í K&G fiskverkun en það hefur verið Fyrirmyndarfyrirtæki sex ár í röð.
Samkaup hf. sem rekur m.a. Nettó er í hópi Fyrirmyndar fyrirtækja.
Eldsneytisafgreiðslan