Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 10. apríl 2002 kl. 09:40

Tryggingamiðstöðin flytur: Sóknarfærin til staðar

Tryggingarmiðstöðin opnaði nýja skrifstofu til húsa að Hafnargötu 31 sl. föstudag. Gunnar Oddsson forstöðumaður TM hér á Suðurnesjum sagði í samtali við Víkurfréttir að staðsetningin væri mun betri og aðstaðan væri eins og best væri á kosið.
„Aðbúnaður starfsfólks og viðskiptavina er nú mun betri enda var orðið frekar óþægilegt að vera á gamla staðnum. Flutningarnir gengu mjög vel og við erum að leggja lokahönd á þá núna. Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur eftir að við opnuðum hérna og þá bæði fólk að koma og skoða og gömlu viðskiptavinirnir að líta inn. Fólk er mjög ánægt með breytingarnra og tekið þessu vel enda haf þær tekist vel og þeir iðnaðarmenn sem tóku þátt í þessu eiga hrós skilið fyrir góð vinnubrögð“.
Hver er markaðshlutdeilda ykkar á Suðurnesjum?
„Hún er rétt undir 15% og ætlunin með breytingunni er að stækka við sig enda eru sóknarfærin til staðar. Við erum minnstir af þessum þremur stóru tryggingarfélögum þannig að þá er hægt að sækja á hina“.
Eru þið að bjóða upp á eitthvað nýtt í tryggingum?
„Nei við erum kannski ekki með neinar nýjungar í tryggingarbransanum en tökum vel á móti öllum sem vilja skoða sín tryggingarmál. Það er mikil samkeppni í þessum bransa sem er bara af hinu góða“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024