Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Toyotasalurinn kaupir þjónustuverkstæði Toyota
Fimmtudagur 8. júní 2006 kl. 15:26

Toyotasalurinn kaupir þjónustuverkstæði Toyota

Toyotasalurinn á Fitjum hefur keypt þjónstuverkstæði Toyota af P. Samúselssyni og tók við rekstri þess nú um mánaðamótin. Verður rekstur verkstæðisins sameinaður bílasölunni, líkt og gerst hefur annars staðar á þjónustusvæðum Toyota á landinu.

Að sögn Ævars Ingólfssonar, eiganda Toyotasalarins, verður þjónusta verkstæðisins efld til muna og stendur til að stækka húsnæði þess verulega, auk þess sem 400 fm tengibygging mun sameina salina þannig að úr verður heild með öflugri þjónustu á þessu sviði.
„Húsnæði verkstæðisins var í raun löngu sprungið og því er nauðsynlegt að fara út í þessar framkvæmdir til að við getum þjónustað Toyota eigendur á svæðinu sem best. Þessi stækkun mun gera okkur kleift bæta þjónustuna, til dæmis að stytta biðtíma og útvíkka þjónustuna s.s. hvað varð smurþjónustu, varahlutaþjónustu, auk sölu og ásetningar á fylgihlutum. Þessar breytingar eru aðkallandi í ljósi þess að Suðurnes er stærsta markaðsvæði Toyota á landinu“, sagði Ævar í samtali við VF.

Mynd: Ævar Ingólfsson, eigandi Toyotasalarins í Reykjanesbæ. VF-mynd:elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024