Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:17
TÖLVUÞJÓNUSTA VALS OPNAR VIÐ HAFNARGÖTU
Valur Ármannsson hefur opnað verslun og þjónustuver að Hafnargötu 68a í Keflavík. Fyrirtækið heitir Tölvuþjónusta Vals og annast fyrirtækið viðgerðir og uppfærslur á tölvubúnaði, auk þess að bjóða upp á tölvubúnað frá AM-JET svo eitthvað sé nefnt. Tölvuþjónusta Vals er opin virka daga kl. 13-18.