Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 26. janúar 2000 kl. 14:35

Tölvuskóli Suðurnesja tekur stökkbreytingum

Tölvuskóli Suðurnesja hefur nýverið flutt í nýtt húsnæði, að Hafnargötu 34, (fyrir ofan Aðstoð). Með tilkomu þessa nýja húsnæðis hefur skólinn yfir að ráða 3 kennsustofum í stað einnar áður. Nú á vorönn býður skólinn upp á þá stærstu námskrá sem um getur í sögu skólans. Helstu nýjungar í námskeiðum er: Leiðbeinendanámskeið fyirr þá sem vilja fá þjálfun í tölvukennslu. NT netstjórnun. Viðamikið forritunarnám Heilsteyptan námskeiðspakka í auglýsingatækni. Skólinn hefur gert samstarfssamning  við Nýherja og við Tölvu og verkfræðiþjónustuna, þannig að nú verður hægt að sækja hér í Keflavík í fyrsta sinn námskeið í Lotus Notes og hin vnsælu MOUS próf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024