Tölvuforrit Suðurnesjamanns vekur áhuga verkalýðsfélaga
Í síðastliðinni viku voru staddir hér á Suðurnesjum forystumenn stærstu verkalýðsfélaga landsins úr Reykjavík og frá Akranesi til að kynna sér tölvuforrit sem er sérhannað fyrir stéttarfélög. Tölvuforritið er hannað af kerfisfræðingnum og Sandgerðingnum Júlíusi H. Einarssyni en Júlíus þjónustar um tuttugu stéttarfélög í kringum allt landið. Kerfið heldur utan um félagaskrár, innheimtukerfi, sjúkrasjóði, verkfallssjóði, orlofssjóði og einnig er hægt að úthluta dvalarleyfum í sumarhús félaganna með punktakerfi ásamt fjölmörgum öðrum atriðum sem snerta félagsmenn.Nú hefur Efling, stærsta stéttarfélagið landsins verið að kynna sér hugbúnaðinn að undanförnu. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýs- og sjómannafélags Keflavíkur fór vel fór á með mönnum eftir ítarlega kynningu sem fór fram í húsakynnum VSFK og nágrennis í seinustu viku. Júlíus er nokkuð bjartsýnn á að flest félög á landinu verði komin með eitt og sama kerfið innan mjög fárra ára ef þróunin verður eins og verið hefur.