Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Tivoli XLV frá SsangYong frumsýndur í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 5. janúar 2017 kl. 10:00

Tivoli XLV frá SsangYong frumsýndur í Reykjanesbæ

Nýr jepplingur, Tivoli XLV verður frumsýndur laugardaginn 7. janúar hjá hjá Bílabúð Benna á Njarðarbraut  í Reykjanesbæ. Tivoli XLV er nýjasta útspilið frá SsangYong. Hann sver sig í ættina og er gríðarlega vel búinn, sækir rokkað útlitið til litla bróður síns og nafna, en er extra langur og einstaklega fjölhæfur og hefur staðalbúnað sem er aðeins fáanlegur í mun dýrari jeppum.

Undanfarin ár hefur SsangYong, framleiðandi Tivoli, Korando og Rexton, notið vaxandi velgengni í kröfuhörðum flokki jepplinga og jeppa. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna umboðsaðila SsangYong á Íslandi, hafa SsangYong jepparnir komið sífellt sterkari inn hjá íslenskum bílakaupendum. Þeir hafa vakið athygli fyrir hönnun, hagstætt verð og frábæra aksturseiginleika. Tivoli jepplingurinn var kynntur til sögunnar á síðasta ári. Vaxandi velgengni SsangYong á alþjóðavísu má m.a. merkja á því að Tivoli tryggði sér sæti á lista yfir bíla sem tilnefndir voru til nafnbótarinnar „Bíll ársins 2017“.

Opið verður á milli kl. 12 og 16 á laugardeginum og allir hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu frá Bílabúð Benna.

Public deli
Public deli