Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Tískudrottningin Kóda 35 ára
Hildur og Kristín Kristjánsdætur. VF-mynd: Marta Eiríksdóttir
Fimmtudagur 1. nóvember 2018 kl. 14:53

Tískudrottningin Kóda 35 ára

Þann 3. nóvember 1983 opnuðu þær Halldóra Lúðvíksdóttir og Kristín Kristjánsdóttir saman tískuverslunina Kóda í Keflavík við aðal verslunargötu bæjarins. Þær sáu meðal annars um að láta „eigthies“ tískustrauma berast til bæjarins og fóru í verslunarferðir til útlanda til að kaupa tískuföt í búðina sem fengust ekki annars staðar.

Það hefur alltaf verið stefnan að bjóða upp á tískufatnað sem aðrar verslanir bjóða ekki upp á.

Í dag eiga þær systur Kristín og Hildur Kristjánsdætur saman tískuverslunina Kóda og eru enn staðsettar á sama stað í hjarta bæjarins.

Kóda býður upp á 35% afslátt í tilefni afmælisins fimmtudag og föstudag.
 
Kóda lifði af hrunið 2008, hvernig þá?
„Já Kóda er búin að standa af sér öll þessi 35 ár og gengið vel. Í kreppunni var sérlega mikið verslað við okkur því fólk fór ekki til útlanda að kaupa sér föt. Allir drógu saman seglin og versluðu meira hér heima,“ segir Kristín Kristjánsdóttir en í næsta tölublaði Víkurfrétta verður ítarlegt viðtal við þær systur þegar við rifjum upp árin með þeim en þær stóðu meðal annars fyrir tískusýningum á árum áður.  

 



Er gott að versla í Kóda?

 
Elín Hermannsdóttir:
„Ég hef verslað mér föt hérna í 35 ár og líkar vel. Það skiptir máli hvað ég fæ góðar vörur hér og góða heimilislega þjónustu. Ég vil líka bara versla í heimabæ mínum, styðja við verslun hér.“


 
Erla Ingvadóttir:
„Verslun er ekki bara verslun ef það er ekki sál á bakvið verslunina og notalegheit sem allir finna sem koma hingað inn. Ég get fullyrt að það fer engin óánægður héðan út, hvort sem fólk kaupir hérna eða ekki en það er bara út af þeim konum sem eiga búðina, þær eru svo frábærar.“


 
Lilja Tómasdóttir:
„Ég fæ alltaf buxur á mig hérna og svo er bara svo gott að versla hérna. Þær eru svo hjálplegar við mig. Yndislegt starfsfólk.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024