Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Tíðarfar spilar mest inn í verslun
Miðvikudagur 22. desember 2010 kl. 14:28

Tíðarfar spilar mest inn í verslun

„Verslunarmenn eru aldrei rólegir fyrr en á hádegi á aðfangadag en verslun hefur gengið
vel hér á Suðurnesjum fram að þessu,“ sagði Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri
Samkaupa í samtali við Víkurfréttir og bætti því við að Samkaupamenn væru nokkuð
sáttir við jólatraffíkina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við rekum búðir víða um allt land en erfitt er að mæla neyslu á hverjum stað
fyrir sig. Við erum ekki að sjá atvinnuleysið hafa mikil áhrif á verslun hjá okkur á
Suðurnesjum. Fjöldi viðskiptavina í Nettó búðinni í Krossmóa hefur aukist og greinilegt
að Suðurnesjamönnum líka vel þær breytingar sem þar hafa orðið, staðsetningin
góð og margir þjónustuaðilar í verslunarkjarnanum styrkja Krossmóasvæðið í heild.
Tíðafar hefur mikil áhrif á hvar fólk kaupir inn, sé veður gott gerir fólk sér frekar ferð á
höfuðborgarsvæðið og verslar þá í leiðinni. En auðvitað eiga Suðurnesjamenn að versla á
Suðurnesjum þar sem hægt er að versla næstum allt fyrir jólin,“ sagði Ómar.

Mynd: Mynd tekin í einni af verslunum Samkaupa hf.