Þurrka fisk með háhita
- fjarri mannabyggðum
Í auðlindagarðinum á Reykjanesi eru starfræktar tvær fiskþurrkanir. Önnur þeirra er Haustak, sem er fyrirtæki í eigu grindvísku sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis og Þorbjarnar.
Hjá Haustaki fer nær öll framleiðslan á Nígeríumarkað. Afurðirnar eru þurrkaðar með háhita frá Reykjanesvirkjun en tugir starfsmanna vinna hjá fyrirtækinu á Reykjanesi. Þurrkunin er fjarra mannabyggðum enda segir framleiðslustjóri Haustaks í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta að starfsemin eigi ekki heima í byggð.