Þrisvar í viku til Riga í Lettlandi
Lettneska flugfélagið Air Baltic hefur áætlunarflug að nýju milli Keflavíkurflugvallar og Riga, höfuðborgar Lettlands í sumar. Fyrsta flugferðin verður 25. maí og verður flogið á milli landanna þrisvar í viku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Air Baltic.
Þetta er þriðja sumarið sem Air Baltic er með áætlunarflug á milli landanna tveggja.