Þráðlaust net í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Í samstarfi við TM Software hefur Flugstöð Leifs Eiríkssonar tekið í notkun þráðlaust net. Fyrst um sinn er þráðlaust net í suðurbyggingu flugstöðvarinnar eða í nýju byggingunni eins og byggingin er oft kölluð. Innan skamms verður þráðlausu neti einnig komið fyrir í norðurbyggingu flugstöðvarinnar en vegna framkvæmda í flugstöðinni er nokkurra vikna bið á því. Sérstök tilkynning verður send út þegar tengingu verður komið á fyrir norðurbygginguna.
Stefna Flugstöðvarinnar er að þráðlaust net verði á öllum helstu biðsvæðum og veitingasvæðum flugstöðvarinnar.








